Forsíða

Ferðaþjónustan á Bjarnargili í Fljótum hóf  starfsemi sína 1994. Við höfum það að markmiði að bjóða upp á heimagistingu í faðmi fjalla og fallegrar náttúru. Við leggjum metnað okkar í það að gestum okkar líði vel. Þetta er ekki hótel, þetta er íslenskt sveitaheimili þar sem gestrisni er í fyrirrúmi.

Hér kemur fólk sem vill gjarnan  komast úr alfaraleið og vill kyrrð og frið  og hefur gaman af að spjalla við húsráðendur og fræðast um menningu og náttúru.

Fljótin eru miðpunktur allra helstu gönguleiða á Tröllaskaganum og við bjóðum upp á gönguferðir og skíðaferðir með leiðsögn húsráðanda sem þekkir landið eins og lófan á sér.

Verið hjartanlega velkomin og við hlökkum til að taka að móti ykkur.

Við erum í Ferðaþjónustu bænda.

Sibba og Trausti