Draumablandan væri fagurkeri sem elskar sögugerð og handlaginn smiður
Leitum að pari sem getur komið hlutunum af stað
Draumablandan væri þjónustulundaður fagurkeri sem elskar sögugerð og handlaginn smiður
Hvað erum við að fara að gera?
Við erum nýsköpunarfyrirtæki í ferðaþjónustu sem sérhæfir sig í uppbyggingu óvenjulegra náttúrutengdra gistieininga. Okkar fyrsta vörulína, kúluhótelið, hefur slegið í gegn en það er staðsett bæði í Bláskógabyggð og Flóahreppi.Hugmyndin sem við erum að móta í Fljótunum snýr að því að hanna náttúrutengda gistieiningu sem og skjálausa afþreyingu. Við finnum öll í okkar nærsamfélagi að tenging fólks við náttúruna er sífellt að minnka og hugmyndum að skjálausri afþreyingu fækkar.Okkur langar að búa til hugmyndir og gistingu sem fólk sækir í aftur og aftur.
Hvað erum við að leita að?
Við elskum sjálfsprottin verkefni og teljum það oft bestu leiðina til að koma hlutum af stað. Við erum með verkefnið hálf mótað og viljum skref fyrir skref fullmóta það með staðarhaldara sem á heima á staðnum.Við leitum því að pari (eða einstaklingum) til að vera staðarhaldari sem fær húsnæðið til afnota að hluta eða öllu leyti gegn því að hjálpa til við að koma hlutunum af stað. Mögulega geta þetta verið tvö pör eða lítill vinahópur. Þegar sala hefst fer verkefnið að skapa tekjur fyrir staðarhaldara.Mikilvægustu hæfileikarnir sem við erum að leita að:Handlaginn smiður eða aðrir sem kunna til verkaBest væri að finna smið sem getur unnið að öðrum verkefnum á sama tíma og tekið þátt í uppbyggingu á bújörðinni. Næg verkefni ættu að vera til staðar fyrir hæfileikaríka einstaklinga á svæðinu. Þegar lengra er komið er möguleiki fyrir viðkomandi að fara yfir í verkefnastjórnun og ráða fleiri til að taka þátt í verkefninu.Fagurkeri sem elskar sögugerðEinstaklingur með gott auga og elskar að nostra við að gera hlutina fallega en á sama tíma auðvelt með að búa til sögur sem hægt er að segja frá á stafrænu formi. Áhugi á þróun skjálausrar afþreyingar er kostur. Viðkomandi hefur gaman af því að vera innan um fólk og hefur mikla þjónustulund.
Hverja gæti þetta hentað vel fyrir?
Sem dæmi þá gæti þetta hentað vel fyrir par sem langar að prófa sveitalífið í 2-3 ár og mögulega leigja út íbúðina sína í þéttbýli á meðan. Losna þannig undan lánum og alltof háum vöxtum.
Tökum spjallið
Það væri gaman að vita meira og taka spjallið. Endilega fyllið út formið hér að neðan og við höfum samband.